Verðskrá

Gildir frá 1. júlí 2021

Þegar eign er tekin í sölumeðferð er gengið frá sérstökum samningi milli seljanda og fasteignasala. Samið er í samningi um söluþóknun, umsýslugjald, fyrirkomulag auglýsinga, ferðakostnað og tímagjald fasteignasala fyrir viðvik sem ekki eru innan samnings milli aðila.  Við allar prósentur og upphæðir bætist við virðisaukaskattur.

Söluþóknun

Söluþóknun er þóknun vegna sölu á fasteign og nær vinnu löggilts fasteignasala og eru eftirfarandi verkþættir innifaldir í söluþóknun:

 • Samningur um sölu fasteignar
 • Skoðun fasteignar og verðmat á fasteign (ekki skriflegt)
 • Gerð söluyfirlits um fasteign
 • Skráning eignar á vefsíðu fasteignasölunnar og fasteignavefi
 • Gerð gagntilboða og milliganga vegna þeirra
 • Gerð kaupsamnings og fundur með aðilum
 • Gerð kostnaðaruppgjörs og fundur með aðilum
 • Gerð afsals og fundur með aðilum
 • Afhending skjala til þinglýsingar og móttaka þeirra

Útlagur kostnaður vegna öflunar skjala vegna fasteignarinnar, myndatöku og auglýsinga á fasteign greiðist sérstaklega. Að útbúa önnur skjöl, s.s. veðbandslausn eða veðleyfi, sem nauðsynleg eru í ferlinu skal greitt skv. tímagjaldi. Viðvera fasteignasala á opnu húsi greiðist skv. tímagjaldi. Ferðakostnaður greiðist sérstaklega.

Sé ekki um annað samið gildir eftirfarandi varðandi söluþóknun:

 • Söluþóknun íbúðarhúsnæðis er 1,8% í einkasölu af söluverði að viðbættum vsk. þó að lágmarki 387.000 kr. að viðbættum vsk.
 • Söluþóknun íbúðarhúsnæðis er 2,5% í almennri sölu af söluverði að viðbættum vsk. þó að lágmarki 451.000 að viðbættum vsk.
 • Söluþóknun jarða, landspildna, sumarhúsa eða hesthúsa er 3% í einkasölu af söluverði að viðbættum vsk. þó að lágmarki 480.000 kr.  að viðbættum vsk.
 • Söluþóknun jarða, landspildna, sumarhúsa eða hesthúsa er 3,5% í almennri sölu af söluverði að viðbættum vsk. þó að lágmarki 520.000 kr. að viðbættum m.vsk.

Ef eign er tekin af söluskrá skal seljandi greiða fasta umsýsluþóknun að fjárhæð 100.000 kr. að viðbættum vsk., greiða fyrir útlagða vinnu fasteignasala sem ekki er innifalin í söluþóknun, ferðakostnað og tilfallandi útlagðan kostnað skv. framlögðum reikningum.

Umsýsluþóknun

Sé ekki um annað samið gildir eftirfarandi varðandi umsýsluþóknun:

 • Seljandi og kaupandi greiða hvor um sig fast umsýslugjald, 50.000 kr. að viðbættum vsk.

Þóknun vegna gerð leigusamnings

Sé ekki um annað samið gildir eftirfarandi varðandi gerð leigusamnings

 • Íbúðarhúsnæði, þóknun er ígildi eins mánaðar leigu fyrir íbúðarhúsnæði að viðbættum vsk.
 • Atvinnuhúsnæði, þóknun er ígildi tveggja mánaðar leiga fyrir atvinnuhúsnæði að viðbættum vsk.

Þóknun vegna sölu á fyrirtækjum

Sé ekki um annað samið gildir eftirfarandi varðandi sölu á fyrirtækjum:

 • Þóknun er 5% af heildarsölu (og birgðum m.vsk.) í einkasölu að viðbættum vsk. þó að lágmarki 520.000 kr. að viðbættum vsk.
 • Þóknun er 6% af heildarsölu (og birgðum m.vsk.) í almennri sölu að viðbættum vsk. þó að lágmarki 605.000 kr.  að viðbættum vsk.

Makaskipti eða greiðsla með fasteign

Sé ekki um annað samið gildir eftirfarandi varðandi varðandi makaskipti:

 • Greidd er hefðbundin söluþóknun 1,8% af söluverði/verðgildi fasteignar við sölu að viðbættum vsk. þó að lágmarki 387.000 kr. að viðbættum vsk.
 • Sé bifreið sett upp í fasteign skal greiða 1,8% söluþóknun af verðgildi bifreiðarinnar ásamt vsk. þó að lágmarki 50.000 kr.  að viðbættum vsk.

 Skoðun og verðmat fasteignar

Sé ekki um samið þá gildir eftirfarandi varðandi skriflegt verðmat á fasteign:

 • Gjald fyrir skriflegt verðmat er 0,1% af fasteignamati/brunabótamati eftir því hvort er hærra á fasteigninni að viðbættum vsk., þó ekki lægra en 50.000 kr. að viðbættum vsk. Skriflegt verðmat sem greitt hefur verið fyrir gildir sem innborgun inn á söluþóknun sé eign seld hjá fasteignasölunni.

Annar skjalafrágangur, ráðgjöf og eftirfylgni

Vegna annarra starfa s.s. ráðgjafar, eftirfylgni, gerð samningsskjala og fleira er gerður um það sérstakur samningur, en sé ekki um annað samið greiðist tímagjald sem er 10.000 kr. að viðbættum m.vsk.

Akstur

Sé ekki um annað samið greiðir seljandi sérstaklega tilfallandi ferðkostnað fasteignasala vegna sölumeðferðar á fasteign og skal hafa til viðmiðunar kr./km. Ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Auglýsingar

Sé ekki um annað samið þá greiðir seljandi jafnóðum fyrir auglýsingar. Seljandi greiðir ekki fyrir auglýsingar sem birtar eru á vefsíðu fasteignasölunnar og fasteignavefjum.

Stimpil og þinglýsingargjöld kaupanda

Kaupandi greiðir stimpil og þinglýsingargjöld, sjá nánar https://island.is/thinglysing-skjala.

 • Þinglýsingargjald skv. gjaldskrá sýslumanns eins og það er á hverjum tíma,
  • 2.500 á hvert skjal.
 • Stimpilgjald er reiknað út frá fasteignamatsverði eignar eins og það er skráð í fasteignaskrá við útgáfu skjals. Stimpilgjald miðast við byggingarstig eignar við afhendingu:
  • 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur (0,4 % ef keypt er í fyrsta skipti, kaupi annar aðilinn í fyrsta skipti þarf hann að eiga a.m.k. 50% af fasteign til þess að fá afslátt af stimpilgjaldi.
  • 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.